AÐ minnsta kosti einn lét lífið og um 80 slösuðust þegar mikill eldur kom upp í Tauern-veggöngunum í austurrísku Ölpunum snemma í gærmorgunn. Mikil ringulreið ríkti bæði inni í göngunum og við munna þeirra og urðu björgunarmenn að gefast upp við að reyna að bjarga fólki, sem enn var inni í göngunum, frá syðri munnanum, vegna mikils reyks.
Eldur í veggöngum

Vín. AP, Reuters.

AÐ minnsta kosti einn lét lífið og um 80 slösuðust þegar mikill eldur kom upp í Tauern-veggöngunum í austurrísku Ölpunum snemma í gærmorgunn. Mikil ringulreið ríkti bæði inni í göngunum og við munna þeirra og urðu björgunarmenn að gefast upp við að reyna að bjarga fólki, sem enn var inni í göngunum, frá syðri munnanum, vegna mikils reyks. Loftræstikerfi var sett í gang til þess að dæla fersku lofti inn í göngin frá nyrðri enda þeirra.

Eldurinn kom upp þegar flutningabíll, hlaðinn málningu, lenti í árekstri við annan bíl um 600 metrum frá nyrðri enda ganganna, sem eru alls 6,4 km. Kviknaði samstundis í flutnginabílnum og urðu sprengingnar í kjölfarið. Talið er að alls hafi um 50 bílar lent í slysinu. Tauern-hraðbrautin er helsta tengiæðin milli Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu og Balkanskaga.

Um hádegisbil í gær hermdu fregnir að enn kynnu einhverjir að vera lokaðir inni í göngunum, en hitinn inni í þeim nam allta að þúsund gráðum. Þetta er talið versta slys sem orðið hefur í veggöngum síðan í mars, er 42 létust í eldi í Mont Blanc-göngunum.