JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, væri með gagnrýni sinni á fyrirtækið, sem birtist í blaðinu í fyrradag, fyrst og fremst að verja hagsmuni heildsala, þannig að hann væri ekki að tala fyrir munn allra í sínu félagi.
Jón Ásgeir Jóhannesson Gagnrýni til varnar heildsölum

JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs hf., sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Haukur Þór Hauksson, formaður Samtaka verslunarinnar, væri með gagnrýni sinni á fyrirtækið, sem birtist í blaðinu í fyrradag, fyrst og fremst að verja hagsmuni heildsala, þannig að hann væri ekki að tala fyrir munn allra í sínu félagi.

"Við höfum sagt að það verði að verða breyting á heildsölustiginu; ég veit ekki hvort menn kalla það hortugheit að Baugur sætti sig ekki við að heildsalar séu með 25­30% meðalálagningu og haldi uppi háu vöruverði á Íslandi," sagði Jón Ásgeir.

Jón Ásgeir sagði að e.t.v. myndi Samkeppnisstofnun skoða málið eitthvað, en bætti því við að fákeppni yrði aldrei á matvörumarkaði hérlendis vegna þess góða aðgengis sem væri inn á markaðinn. Þá sagði hann að markaðshlutdeild Baugs væri ekki 60­70% heldur um 55% á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.