VAL SKOWRONSKI

Val Skowronski fæddist í bænum Adams í Massachusetts í Bandaríkjunum 26. maí 1914. Hann lést á Landspítalanum 22. maí síðastliðinn. Foreldrar Vals voru Henry Peter Skowronski og Tekla Jaworska, þau voru fædd í Bandaríkjunum en pólsk að uppruna. Val átti sex systkini, þau eru: John Peter, Henrietta, Helena, Henry Francis, Zofia Tekla og Susanna Hedwig. Þau eru öll látin nema Zofia Tekla. Val kvæntist 21. október árið 1953 Guðrúnu Þórðardóttur, húsmóður, f. 28. maí 1918. Börn þeirra eru: 1) Henry Val, tækniteiknari, f. 19.12. 1952, maki Helga H. Lúthers. Þeirra dóttir er Margrét. Henry á tvö börn af fyrra hjónabandi, Guðrúnu Helgu og Pálma. 2) Carol, verðbréfaráðgjafi, f. 16.12. 1954, maki Tomas Mantz. 3) Agnes Sigurveig, útibússtjóri, f. 1.10. 1956, maki Donald Arnold. Börn þeirra eru Eran Marcus og Sean Alexander. 4) Tekla Guðrún, hárgreiðslukona, f. 13.3. 1958. 5) Jane, tannsmiður, f. 21.8. 1959. Sonur hennar er Gunnar Val. Val og Guðrún bjuggu í Keflavík mest af sinni hjúskapartíð, fyrst á Hafnargötu 72 og síðan á Mánagötu 1, allt til ársins 1995 er þau fluttu að Árskógum 8 í Reykjavík. Val skráði sig í bandaríska herinn árið 1939 og þjónaði í hernum seinni heimsstyrjaldarárin allt til ársins 1945. Í hernum lauk hann prófi sem bryti árið 1940, en við lok herþjónustu bar hann titilinn liðþjálfi. Hann vann sem bryti á veitingastað í New York frá 1945­1948, er hann tók sig upp og fluttist til Íslands. Eftir að til Íslands kom vann Val á Keflavíkurflugvelli, fyrst sem bryti á veitingastað og síðan í kaffiteríunni í "Navy Exchange" allt til ársins 1977. Eftir að Val lauk störfum á Keflavíkurflugvelli rétti hann hjálparhönd á veitingahúsinu Þristinum í Keflavík, sem Guðrún og tvær vinkonur hennar ráku saman í félagi. Útför Vals verður gerð frá Kristskirkju, Landakoti mánudaginn 31. maí og hefst athöfnin klukkan 13.30.