STEFÁN ÁGÚST SOTO

Stefán Ágúst Soto fæddist í Reykjavík 21. október 1967. Hann lést á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum 28. desember 1998. Móðir hans er Sigríður S. Benediktsdóttir Soto. Faðir hans er Reynir Harðarson. Systkini hans eru: 1) Jakob R. Garðarsson, búsettur í Reykjavík. 2) Katrín M. Soto, búsett í Bandaríkjunum. 3) Marco B. Soto, búsettur í Bandaríkjunum. Sigríður giftist Alaister Soto og fluttist til Bandaríkjanna 1975 og ættleiddi hann Stefán og Katrínu. Bálför Stefáns fór fram í heimabæ hans 2. janúar síðastliðinn. Minningarathöfn um Stefán verður í Fossvogskapellu á morgun, mánudaginn 31. maí, og hefst hún klukkan 13.30. Verður hann lagður til hinstu hvíldar milli móðurforeldra sinna í Fossvogskirkjugarði.