Stefán Ágúst Soto Hvorki með hefð né ráni

hér þetta líf ég fann;

sálin er svo sem að láni,

samtengd við líkamann.

Í herrans höndum stendur

að heimta sitt af mér;

dauðinn má segjast sendur,

að sækja, hvað skaparans er.

(Hallgr. Pét.) Elsku frændi minn.

Mig langar að minnast þín með hlýjum hug og þakka þér þær yndislegu stundir sem við áttum saman þegar ég dvaldist hjá ykkur í Bandaríkjunum, þar sem ég fékk að kynnast þeim hlýja og góða dreng sem þú hafðir að geyma.

Aldrei hvarflaði að mér er ég kvaddi þig, þegar ég fór heim frá Bandaríkjunum, jafn hraustur og vel á þig kominn og þú varst, að þetta yrði okkar hinsta kveðja. En vegir Guðs eru órannsakanlegir.

Þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu.

Þín frænka

Anna Rúna.