SVANA E. SVEINSDÓTTIR

Svana E. Sveinsdóttir fæddist í Sandgerði 25. mars 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Arnoddsson, verkamaður, f. 4.10. 1895, d. 18.10. 1946, og Kristín Guðmundsdóttir, f. 17.12. 1885, d. 18.7. 1964. Svana átti tvo bræður, annar var tvíburabróðir hennar og fæddist hann andvana, hinn var Jón, sem fórst 4.1. 1960 með mb. Rafnkeli og átti hann þrjú börn. Svana giftist 8. júlí 1944 Pétri Jónssyni, f. 22. september 1919. Foreldrar hans voru Halldóra Jósepsdóttir og Jón Kr. Magnússon. Börn þeirra: 1) Sveinn Kr., f. 22.1. 1944, maki Guðrún Iðunn Jónsdóttir, f. 24.7. 1953. Þeirra barn er Gunnar Hrafn, f. 11.6. 1996, sonur Guðrúnar er Hannes Jón, f. 13.11. 1975. 2) Steinunn Hafdís, f. 15.10. 1948. 3) Jenný Olga, f. 13.10. 1951, maki Veigar Már Bóasson, f. 6.8. 1950. Þeirra börn eru Árni Pétur, f. 15.3. 1979, Helgi Már, f. 4.5. 1982, og Steinar Páll, f. 6.2. 1987. 4) Kristín, f. 3.4. 1968, maki Antwan Spierings, f. 29.9. 1971. Útför Svönu var gerð frá Hvalsneskirkju 28. maí.