DRÖFN PÉTURSDÓTTIR SNÆLAND

Dröfn Pétursdóttir Snæland fæddist í Hafnarfirði 10. september 1915. Hún lést á Landspítalanum 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur V. Snæland, f. 19.2. 1883, d. 9.11. 1960 og Kristjana S. Snæland, f. 23.7. 1889, d. 30.9. 1918. Systkini Drafnar: Baldur Snæland, f. 25.2. 1910, d. 11.1. 1996; Iðunn Snæland, f. 15.6. 1912, d. 24.4. 1990; Nanna Snæland, f. 15.6. 1912, d. 1.8. 1992; Pétur V. Snæland, f. 10.1. 1918 sem er einn á lífi ásamt uppeldissystur Drafnar, Ingibjörgu Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 24.4. 1924.

Dröfn giftist 19.12. 1936 Magnúsi G. Marionssyni, málarameistara og síðar innheimtumanni, f. 22.8. 1911, d. 17.12. 1993. Börn Drafnar og Magnúsar: 1) Sigurður Eggert Magnússon, og á hann fjögur börn og tvö barnabörn. 2) Kristjana Margrét Magnúsdóttir, gift Ævari Auðbjörnssyni og á hún fjögur börn, sjö barnabörn og tvö barnabarnabörn. 3) Sigríður Svanhildur Magnúsdóttir, gift Kristófer Þorleifssyni og á hún fjögur börn og sex barnabörn. 4) Magnús Guðbergur Magnússon, d. 1969, var kvæntur Guðnýju Magnúsdóttur og eru synir hans tveir og fimm barnabörn. 5) Jóhann Marion Magnússon, kvæntur Halldóru Jónu Jónsdóttur og á hann fjögur börn og þrjú barnabörn.

Dröfn stundaði nám í klæðskeraiðn í Hafnarfirði og fór svo í kjólasaum. Hún vann lengi við saumaskap og afgreiðslustörf í kjólabúðinni Best og síðar við afgreiðslustörf í vefnaðarvöruverslun Ólafs Jóhannssonar í Hólmgarði.

Útför Drafnar fór fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ hinn 17. mars síðastliðinn.