JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR

Jóhanna Kristjánsdóttir fæddist á Ísafirði 13. október 1927. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Helga Gestsdóttir, f. 22. maí 1895, d. 22. september 1978, og Kristján Bjarnason, f. 1. desember 1899, d. 9. janúar 1969. Systkini Jóhönnu eru: Gestur, f. 13. október 1927, d. 12. júní 1929, og Björg, f. 19. mars 1929. Hinn 3. júlí 1948 giftist Jóhanna Guðmundi Magnússyni, f. 26. október 1922, d. 24. ágúst 1986. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Guðný Guðlaugsdóttir, f. 11. september 1900, d. 21. mars 1972, og Magnús Pétursson, f. 8. maí 1881, d. 16. júní 1959. Börn Jóhönnu og Guðmundar eru: 1) Helga Guðbjörg, f. 20. september 1951. Börn: a) Hanna María Jónsdóttir, f. 18. des. 1969, maki hennar Sigurbergur Steinsson, f. 3. september 1966, og barn þeirra Thelma Hrund Sigurbergsdóttir, f. 16. mars 1999. b) Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, f. 12. maí 1986. 2) Kristján, f. 14. nóvember 1954, d. 27. ágúst 1983. 3) Anna Guðný, f. 21. ágúst 1956. Börn: a) Magnús Haukur Ásgeirsson, f. 13. nóvember 1975. b) Guðmundur Örn Guðjónsson, f. 9. nóvember 1982. c) Steinþór Guðjónsson, f. 31. desember 1985. 4) Stjúpsonur Guðlaugur Guðmundsson, f. 18. des. 1942, sonur Guðmundar frá fyrra hjónabandi. Útför Jóhönnu fer fram frá Laugarneskirkju á morgun, mánudaginn 31. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30.