Upplagseftirlit Verslunarráðs: Þjóðlíf útbreiddast tímarita sem taka þátt TÍMARITIÐ Þjóðlíf var útbreiddast þeirra tímarita sem taka þátt í upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands á tímabilinu maí til september og október til janúar 1989/90 og upplagið...

Upplagseftirlit Verslunarráðs: Þjóðlíf útbreiddast tímarita sem taka þátt

TÍMARITIÐ Þjóðlíf var útbreiddast þeirra tímarita sem taka þátt í upplagseftirliti Verslunarráðs Íslands á tímabilinu maí til september og október til janúar 1989/90 og upplagið jókst um tæp 500 eintök á þessum tíma, að því er framkemur í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Fjögur tímarit og fjögur lands hlutafréttablöð taka þátt í upplagseftirlitinu. Útbreiðsla tímaritsins Heilbrigðismál, sem eingöngu er dreift í áskrift, var 7.250 eintök á fyrra tímabilinu og 7.020 á því seinna. Tímaritið Heimsmynd var prentað í 9.760 eintökum, í áskrift var dreift 1.372 á fyrra tímabilinu og 1.806 á því seinna, en dreift í lausasölu var 8.333 á fyrra tímabilinu og 7.812 á því seinna.

Þjóðlíf var prentað í 13.600 eintökum maí/september og í 14.500 eintökum október/janúar. Í áskrift var dreift 10.833 og síðara tímabilið 11.388, en í lausasölu var dreift 2.743 og síðara tímabilið 2.712. Æskan var prentuð í 8.500 eintökum og síðan 8.333. Í áskrift var dreift 7.319 (6.905) og í lausasölu var dreift 300 (240).

Hafnfirska fréttablaðið er prentað í 5.500 eintökum, borið í hús og stofnanir 4.650 (4.600) og lagt fram til dreifingar í verslunum 780 (850). Samsvarandi tölur fyrir önnur landshlutafréttablöð, innan sviga er tímabilið október/jan úar: Víkurfréttir prentað í 5.500 (5.634), borið út 3.896 (4.023) og lagt fram í verslunum 1.545 (1.470).

Bæjarins besta er prentað í 3.600 (3.600), dreift í hús 2.370 (2.700) og lagt fram í verslunum 1.200 (850). Vestfirska fréttablaðið var prentað í 3.600 (3.663), dreift í hús og stofnanir 3.371 (3.390) og lagt fram í verslunum í 190 (230) eintökum.

Upplagseftirlit er einnig í boði fyrir útgefendur dagblaða. Morgunblaðið hefur eitt dagblaða gengist inn á það, en tölur um dagblöðin eru birtar sérstaklega.