Laxamýri-VALGERÐUR Gunnarsdóttir, deildarstjóri við Framhaldsskólann á Húsavík, hefur verið ráðin skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Valgerður eruppalin á Dalvík,en hefur búið áHúsavík frá árinu1982 og starfaðsem íslenskukennari við framhaldsskólann frá 1987.
Valgerður Gunnarsdóttir ráðin skólameistari á Laugum Laxamýri - VALGERÐUR Gunnarsdóttir, deildarstjóri við Framhaldsskólann á Húsavík, hefur verið ráðin skólameistari Framhaldsskólans á Laugum. Valgerður er uppalin á Dalvík, en hefur búið á Húsavík frá árinu 1982 og starfað sem íslenskukennari við framhaldsskólann frá 1987. Hún er með BA-próf í íslenskum fræðum og almennum bókmenntum auk þess sem hún útskrifaðist í kennslu- og uppeldisfræðum frá Háskólanum á Akureyri 1996. Valgerður sat í bæjarstjórn Húsavíkur 1986­1998 og var forseti bæjarstjórnar 1994­1996. Þá hefur hún setið í ýmsum nefndum á vegum bæjarins, sérstaklega í fræðslu- og menningarmálum. Eiginmaður hennar er Örlygur Hnefill Jónsson lögfræðingur og eiga þau þrjú börn, eina dóttur og tvo syni.

Valgerður

Gunnarsdóttir