RANNSÓKN hefur leitt í ljós að neysla ávaxta og grænmetis dregur úr hættunni á heilablóðfalli (slagi) vegna blóðþurrðar. Vísindamenn komust að því, að neysla fimm til sex skammta af ávöxtum og grænmeti á dag getur leitt til þess, að hættan á slagi minnki um 31 prósent, í samanburði við neyslu innan við þriggja skammta. Áttatíu af hundraði allra heilablóðfalla eru vegna blóðþurrðar.
Ávextir og grænmeti
draga úr hættu á slagi
Medical Tribune News Service.RANNSÓKN hefur leitt í ljós að neysla ávaxta og grænmetis dregur úr hættunni á heilablóðfalli (slagi) vegna blóðþurrðar. Vísindamenn komust að því, að neysla fimm til sex skammta af ávöxtum og grænmeti á dag getur leitt til þess, að hættan á slagi minnki um 31 prósent, í samanburði við neyslu innan við þriggja skammta.
Áttatíu af hundraði allra heilablóðfalla eru vegna blóðþurrðar. Orsök þeirra er blóðtappi í æðum í heilanum. Talið er að árlega verði um 700 þúsund manns í Bandaríkjunum fyrir heilablóðfalli. Þar af deyja um 160 þúsund af þessum völdum.
Hingað til hafa helstu fyrirbyggjandi aðgerðir gegn heilablóðföllum verið þær að hafa stjórn á blóðþrýstingi og líkamsþyngd, stunda líkamsrækt og reykja ekki.
Dr. Kaumudi Joshipura, aðstoðarprófessor í faraldsfræði við heilsufarsdeild Harvardháskóla í Bandaríkjunum, stýrði rannsókninni. Niðurstöðurnar birtust í The Journal of the American Medical Association 6. október.
Hver og einn skammtur af ávöxtum og grænmeti dró úr hættu á heilablóðfalli vegna blóðþurrðar um sex prósent. Einnig kom í ljós, að neysla fleiri en sex skammta á dag leiddi ekki til þess að áhættan minnkaði meira en um áðurnefnd 31 prósent. Joshipura og aðstoðarmenn hennar hyggjast næst rannsaka tengsl milli ávaxtaneyslu og hjartaáfalla.
Reuters.
Jarðarber eru bæði bragðgóð og holl.