ÓHAPP varð á Nýbýlavegi við Álfabrekku í Kópavogi í morgunumferðinni í gær þegar sendibifreið frá Blindravinnustofunni lenti í bleytu á veginum og hafnaði á vegriði. Ekki urðu nein slys á fólki að sögn lögreglunnar en nokkrar skemmdir urðu á undirvagni bifreiðarinnar og var hún dregin á verkstæði með dráttarbifreið.
Hafnaði á vegriði

ÓHAPP varð á Nýbýlavegi við Álfabrekku í Kópavogi í morgunumferðinni í gær þegar sendibifreið frá Blindravinnustofunni lenti í bleytu á veginum og hafnaði á vegriði. Ekki urðu nein slys á fólki að sögn lögreglunnar en nokkrar skemmdir urðu á undirvagni bifreiðarinnar og var hún dregin á verkstæði með dráttarbifreið.

Nokkrar tafir urðu á vöruflutningum Blindravinnustofunnar vegna óhappsins, en brugðið var á það ráð að taka bifreið á leigu til að annast flutninga dagsins.

Morgunblaðið/Ásdís