FATAHÖNNUÐURINN Stella McCartney hefur skotist fram á sjónarsviðið með leifturhraða og er nú orðin einn umtalaðasti hönnuður á veraldarvísu. Eflaust vilja sumir þakka það vinsældum föður hennar, Bítilsins Paul McCartney,
Stella sér um
sig sjálf
FATAHÖNNUÐURINN Stella McCartney hefur skotist fram á sjónarsviðið með leifturhraða og er nú orðin einn umtalaðasti hönnuður á veraldarvísu. Eflaust vilja sumir þakka það vinsældum föður hennar, Bítilsins Paul McCartney, en þeir hinir sömu ættu að líta til þess hversu vel börnum vinsælla tónlistarmanna hefur vegnað og þá kæmust þeir ef til vill að þeirri niðurstöðu að oft hafa vinsældir foreldranna þveröfug áhrif. Nægir þar að nefna syni annars Bítils, Johns Lennons, sem heita Julian og Sean og hafa verið að mynda sig við að slá í gegn í tónlistinni með heldur hrapallegum árangri. En sprundið Stella McCartney hefur frá nógu að segja þegar flíkur eru annars vegar og virðist alveg geta séð um sig sjálf; þótt auðvitað sé gott að fá pabba til að fylgjast með tískusýningunni.Reuters
Stella McCartney komst við í lok sýningar er hún leit til föður síns.
Flíkur þurfa ekki að vera efnismiklar til að tolla í tískunni.
Eva Herzigova í fatalínunni sem Stella hannaði fyrir Chloe.
AP Fyrirsæta í gullkeðjutoppi sem ætti að verða í tísku næsta sumar.
V-hálsmálið á þessum jakka er í víðari kantinum og líka buxurnar.
Magabolir öðlast nýja merkingu eins og Stella hannar þá.