Þú spurðir hvort við til þess snúa aftur ættum hvar áður ríkti hljómbirtingarkraftur en þagnarmúrinn lykur um óm sem eitt sinn var og aldrei, aldrei, aldrei heyrist aftur.


KRISTJÁN J.

GUNNARSSON

HLJÓMBIRTINGAR KRAFTUR

Þú spurðir hvort við

til þess snúa

aftur ættum

hvar

áður ríkti

hljómbirtingarkraftur



en þagnarmúrinn

lykur um óm

sem eitt sinn

var



og aldrei, aldrei, aldrei

heyrist aftur.



Milljón prósent

Skáldskapur einsog

kapítalismi



miðast við

hámarksgróða

af lágmarksframlagi



sem sagt að túlka

altumlykjandi hugsun

án orða.



Í myrkviði

Ótrygg var gangan

um álagaskóg,

þar ástin og grimdin

í afdölum bjó



hún var skógarhindin

sem heillaði og seiddi,

hann var myrkviðstígurinn

sem tældi og veiddi.



Sorti

Háa yfir Hraundranga

hrásvalt gengur

úlfgrátt yggliský

um himinvegi.



Bráhýr því

eigi

blikar

né skín



ástarstjarnan

staka.



Vart mun

lengur

vegna þín

vert

að vaka.

Höfundurinn er fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík.