SÍFELLT gerist algengara að hljómsveitir nýti Netið til að auglýsa sig og kynna. Meðal annars færist í vöxt að senda tónlist beint yfir Netið og í dag gefst þannig kostur á að hlýða á þá fornfrægu Manchester-sveit Charlatans á Netinu.
Bein útsending Charlatans á Netinu SÍFELLT gerist algengara að hljómsveitir nýti Netið til að auglýsa sig og kynna. Meðal annars færist í vöxt að senda tónlist beint yfir Netið og í dag gefst þannig kostur á að hlýða á þá fornfrægu Manchester-sveit Charlatans á Netinu. Charlatans sendi fyrir skemmstu frá sér sjöttu breiðskífu sína Us & Us Only, og eru liðsmenn önnum kafnir við að kynna hana með viðtölum, tónleikum og ýmiskonar uppákomum. Í dag hyggst sveitin leika fyrir gesti og gangandi í verslun HVM í Oxford-stræti 150, en þeir sem ekki eiga heimangengt geta hlustað á herlegheitin á Netinu. Dyr HMV verða opnaðar kl. hálfellefu að breskum tíma, en tónleikarnir hefjast fjórðung yfir ellefu sem útleggst kl. 22.15 að íslenskum tíma. Útsending tónleikanna verður á slóð útgáfu Charlatans, www.hmv.co.uk, en einnig geta lysthafendur unnið sér inn miða og fleira góðgæti á vefsetri sveitarinnar sjálfrar, www.thecharlatans.com.