LEIKKONAN Laura Dern, sem er m.a. þekkt fyrir hlutverk sitt í Jurassic Park, segist vera á öruggri hillu í lífinu með Sling Blade-stjörnunni Billy Bob Thornton. Í byrjun var það vináttussamband sem blómstraði og núna eru þau "mjög háð hvort öðru," segir leikkonan m.a. í viðtali í nóvemberhefti tímaritsins Redbook.
Misskilningur slúðurblaða

LEIKKONAN Laura Dern, sem er m.a. þekkt fyrir hlutverk sitt í Jurassic Park, segist vera á öruggri hillu í lífinu með Sling Blade-stjörnunni Billy Bob Thornton. Í byrjun var það vináttussamband sem blómstraði og núna eru þau "mjög háð hvort öðru," segir leikkonan m.a. í viðtali í nóvemberhefti tímaritsins Redbook . "Þetta gerðist skyndilega, allt í einu lítur maður á þessa manneskju sem þekkir þig mjög vel, sem maður er öruggur hjá og segir: "Bíðum við, ég hef einmitt verið að hugsa um að eyða lífinu með einhverjum sem virkilega þekkir mig og hér er hann mættur.""

Dern segist hafa verið sár þegar orrómur fór á stjá um að þau Thornton, sem er rúmlega fertugur, hafi byrjað ástarsamband sitt áður en hann fékk skilnað frá fjórðu eiginkonu sinni sem kærði hann fyrir misnotkun. "Það var sagt að við værum farin að hitta hvort annað þegar við höfðum einu sinni hist í partíi. Ég held ég hafi sagt við hann: "Ég kunni vel að meta Sling Blade" en slúðurblöðin túlkuðu það sem: "Elskan, við skulum hittast úti í bíl.""

Parið leikur saman í nýjustu mynd Thorntons, Daddy and Them.

Reuters Billy Bob Thornton og Laura Dern.