12 andlitsmyndir
Jóns Axels
ÞEKKJANLEG eða óþekkjanleg
andlit Jóns Axels Björnssonar verða m.a. á sýningu sem opnuð verður í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti í dag, laugardag, kl. 14.
Jón Axel Björnsson er fæddur 1956 og útskrifaðist frá MHÍ 1979. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga á Íslandi og erlendis.
Einnig sýnir Jón Axel einn skúlptúr, náttúrustemmningu og kolteikningar á striga. Verkin má skoða sem eina innísetningu eða mörg sjálfstæð verk. Upplifun og nálgun við verk Jóns virka oft á áhorfandann sem trúarleg skynjun, segir í fréttatilkynningu.
Ennfremur segir að trúarlegur og táknfræðilegur þáttur í listsköpun Jóns Axels verði sífellt meira áberandi. Þessa dagana má einnig sjá tvær myndir eftir Jón Axel á Listasafni Íslands, frá 1987, kol á pappír og stór, ný verk í anddyri Hallgrímskirkju.
Náttúrustemmning má sjá á sýningu Jóns Axels í Galleríi Sævars Karls.