Haust á Héraði: Hæðir síðklæddar úrhelli og úfin vötn á heiðinni veðurbarðar tóftir vitna um gleymda önn. Geitasandur grár og svartur. Herðubreið hulin sýn og sjá frá hæðarbrún: mólendi á litklæðum tvöfaldur regnbogi djúpbláar vakir á himni Möðrudalur ­ hið eina byggða ból ­ baðaður sólskini. Í Víðidal hamast haustregnið.


SNORRI ÞORSTEINSSON

Á FJÖLLUM

Haust á Héraði:

Hæðir síðklæddar

úrhelli og úfin vötn

á heiðinni

veðurbarðar tóftir

vitna um gleymda önn.

Geitasandur grár og svartur.

Herðubreið hulin sýnog sjá

frá hæðarbrún:

mólendi á litklæðum

tvöfaldur regnbogi

djúpbláar vakir á himni

Möðrudalur

­ hið eina byggða ból ­

baðaður sólskini.Í Víðidal hamast haustregnið.

Höfundurinn býr í Borgarnesi.