Keflavík-Reykjaneshöllin við Krossmóa í Reykjanesbæ sem er fjölnota íþróttahús er nú fokheld og af því tilefni verður mannvirkið til sýnis almenningi í dag milli kl. 16 og 18 í dag, laugardaginn 16. október. Ýmislegt verður til skemmtunar eins og hopp-kastali fyrir börnin, Dixielandbandið leikur og þekktir einstaklingar taka þátt í vítaspyrnukeppni.
Reykjaneshöllintil sýnis í dag Keflavík - Reykjaneshöllin við Krossmóa í Reykjanesbæ sem er fjölnota íþróttahús er nú fokheld og af því tilefni verður mannvirkið til sýnis almenningi í dag milli kl. 16 og 18 í dag, laugardaginn 16. október.
Ýmislegt verður til skemmtunar eins og hopp-kastali fyrir börnin, Dixielandbandið leikur og þekktir einstaklingar taka þátt í vítaspyrnukeppni. Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, reynir að verja þrumuskot frá Ellerti B. Schram, Eggerti Magnússyni, Rúnari Júlíussyni og fleiri kempum.
Unnt verður að skipta húsinu í að minnsta kosti tvo hluta með þar til gerðu léttu tjaldi sem auðvelt er í meðförum. Áhorfendastæði verða fyrir 1.000 til 1.500 manns. Morgunblaðið/Björn Blöndal Íþróttahúsið er gríðarlegt mannvirki, það er 108 m á lengd og 72,6 m á breidd. Lofthæð við hliðarlínu er 5,5 m en 12,5 m yfir miðjum velli. Heildarflatarmál byggingarinnar er um 8.344 fermetrar.