Hugsjónamaður í landi tækifæranna, er heiti greinar eftir Þór Sigfússon um Þorstein Víglundsson, heiðursborgara í Vestmannaeyjum, skóla- og menningarfrömuð. Þorsteinn hóf eril sinn sem barnafræðari, en varð skólastjóri Unglingaskólans og stofnaði bæði Sparisjóðinn og Byggðasafnið, óþreytandi til hinstu stundar að vinna að bættu mannlífi.

efni 16. oktHugsjónamaður

í landi tækifæranna, er heiti greinar eftir Þór Sigfússon um Þorstein Víglundsson, heiðursborgara í Vestmannaeyjum, skóla- og menningarfrömuð. Þorsteinn hóf eril sinn sem barnafræðari, en varð skólastjóri Unglingaskólans og stofnaði bæði Sparisjóðinn og Byggðasafnið, óþreytandi til hinstu stundar að vinna að bættu mannlífi.KFUM og KR

Ekki hefur það farið framhjá landsmönnum að KR hefur átt aldarafmæli á þessu ári. Þórarinn Björnsson rifjar upp af því tilefni árið sem KFUM tók KR í fóstur. Það er tilgáta að svonefnt Fótboltafélag Reykjavíkur hafi einfaldlega verið innlimaði í KFUM og gert að sérstakri starfsgrein þar.Bláa lónið

er einstætt fyrirbæri í þá veru að þar hefur tekist að búa til náttúrugersemi með því að bora eftir heitum jarðsjó. Þarna varð brátt vinsæll ferðamannastaður, en í sumar var Bláa lónið tekið í notkun á nýjum stað. Þar eru nýjar byggingar og umhverfismótun, sem margir telja að sé á heimsmælikvarða. Gísli Sigurðsson leit á mannvirki Bláa lónsins og myndaði staðinn.FORSÍÐUMYNDIN

er tekin við Bláa lónið. Næst á myndinni er veitingaálman en fjær sést baðálman og til hægri hraunhólmi í lóninu. Ljósmynd.Lesbók/GS.