FULLTRÚAR Háskóla Íslands, Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Hollvinasamtaka Háskóla veittu nú nýverið viðtöku framlagi í tölvuátak Stúdentaráðs og Hollvinasamtakanna. Fyrirtækið Kjaran-Tæknibúnaður gaf þrjá Minolta laserprentara en verðmæti þeirra er um 900.000 kr. Framlag þeirra er eitt það stærsta í vélbúnaði sem borist hefur átakinu en tölvuátakið hefur nú staðið yfir í eitt ár.
Framlag til tölvuátaks Stúdentaráðs og Hollvina

FULLTRÚAR Háskóla Íslands, Stúdentaráðs Háskóla Íslands og Hollvinasamtaka Háskóla veittu nú nýverið viðtöku framlagi í tölvuátak Stúdentaráðs og Hollvinasamtakanna. Fyrirtækið Kjaran-Tæknibúnaður gaf þrjá Minolta laserprentara en verðmæti þeirra er um 900.000 kr. Framlag þeirra er eitt það stærsta í vélbúnaði sem borist hefur átakinu en tölvuátakið hefur nú staðið yfir í eitt ár.

Markmið átaksins er tvenns konar. Í fyrsta lagi að safna ýmiss konar tölvukosti fyrir Háskóla Íslands og hins vegar að vekja athygli á bágri stöðu skólans í þessu sambandi. Stærsti siguri átaksins er fólginn í auknum skilningi á nauðsyn þess að Háskólinn sé vel búinn tölvum og hugbúnaði.

Framlög til átaksins nálgast nú þriðja tug milljóna króna. Nú stendur yfir lokahrina átaksins í formi úthringinga til fyrirtækja en átakinu lýkur 1. desember

Fulltrúar guðfræðideildar og verk- og raunvísindadeildar veita prenturunum móttöku. Á myndinni eru frá vinstri þeir Hjalti Hugason, prófessor við guðfræðideild, og Jónas Elíasson, prófessor í verkfræði, Arnar Rafn Birgisson og Nökkvi Sveinsson.