LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir leikritið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í dag, laugardag, kl. 17. Leikritið er byggt á sögu Rudiard Kipling, tónlist og texti semur Ólafur Haukur og er uppfærsla þessi í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð.
LeikfélagMosfellssveitar
Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir
LEIKFÉLAG Mosfellssveitar frumsýnir leikritið Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir eftir Ólaf Hauk Símonarson í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í dag, laugardag, kl. 17. Leikritið er byggt á sögu Rudiard Kipling, tónlist og texti semur Ólafur Haukur og er uppfærsla þessi í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð.
Leikgerðin er frábrugðin fyrri leikgerðum þar sem Valgeir samdi ný lög við texta Ólafs Hauks ásamt því að semja nýtt lokalag og texta við það.
Leikritið er fjölskylduleikrit og margar persónur fylla það lífi svo sem kötturinn sem leikinn er af Unni Lárusardóttur.
Leikrit var valið til að fara á leiklistarhátíð í Uddevalla í Svíþjóð sl. vor. Næsta sýning verður á morgun, sunnudag, kl. 15.