LEIKKONAN Minnie Driver sem tímaritið Hello! sagði að væri nýtrúlofuð kærasta sínum Josh Brolin fullyrðir að svo sé ekki og að fréttin sé uppspuni. "Þetta er skáldskapur," sagði hún í viðtali í spjallþættinum Access Hollywood. Hún sagði að ekki aðeins væri greinin uppspuni frá upphafi til enda heldur hefði hún aldrei farið í viðtal til þeirra.
Ekki trúlofuð

LEIKKONAN Minnie Driver sem tímaritið Hello! sagði að væri nýtrúlofuð kærasta sínum Josh Brolin fullyrðir að svo sé ekki og að fréttin sé uppspuni. "Þetta er skáldskapur," sagði hún í viðtali í spjallþættinum Access Hollywood. Hún sagði að ekki aðeins væri greinin uppspuni frá upphafi til enda heldur hefði hún aldrei farið í viðtal til þeirra. "Aumingja mamma og vinir mínir," sagði hún miður sín. "Þetta er svolítið sárt. Greinin fjallaði um eitthvað sem er sérstaklega viðkvæmt og persónulegt. Þeir bjuggu til spurningar sem ég svaraði aldrei."

Í blaðagreininni var einnig fjallað um hvernig Minnie fyndist að fá Barbru Streisand sem stjúpmóður, en hún er gift föður Brolins, og er sagt að Minnie hafi ekki viljað ræða það mál í viðtalinu. Hello! segist ekki ætla að draga til baka neitt sem stóð í greininni en víst er að ef Minnie og Josh trúlofast munu þau ekki veita blaðinu viðtal.

Reuters