Þá er lokið Greifatvímenningi félagsins og öruggir sigurvegarar urðu Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson með 157 stig. í öðru sæti urðu Skúli Skúlason og Guðmundur með 111 stig og í þriðja sæti urðu Reynir Helgason og Haukur Grettisson með 98 stig. Næsta mót er Akureyrarmót í tvímenningi og hefst það þriðjudaginn 19. október.
BRIDS

Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Akureyrar Þá er lokið Greifatvímenningi félagsins og öruggir sigurvegarar urðu Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson með 157 stig. í öðru sæti urðu Skúli Skúlason og Guðmundur með 111 stig og í þriðja sæti urðu Reynir Helgason og Haukur Grettisson með 98 stig. Næsta mót er Akureyrarmót í tvímenningi og hefst það þriðjudaginn 19. október.

Bridsspilarar á Akureyri eru hvattir til að láta sjá sig í Akureyrarmótinu og einnig er spilað á sunnudögum og þar er tilvalið fyrir byrjendur að láta sjá sig. Spilað er í Hamri, Félagsheimili Þórs.