BÚSETI á Akureyri minnist merkra tímamóta í sögu sinni með afmæliskaffi í veislusal Fiðlarans, Skipagötu 14, á morgun, sunnudaginn 17. október, frá kl. 15 til 17. Þess verður minnst að 15 ár eru liðin frá því að Búsetafélög voru stofnuð á Akureyri og Reykjavík og einnig eru 10 ár liðin frá því fyrstu samningarnir um íbúðir fyrir Búseta á Akureyri voru undirritaðir.
Afmæliskaffi

Búseta

BÚSETI á Akureyri minnist merkra tímamóta í sögu sinni með afmæliskaffi í veislusal Fiðlarans, Skipagötu 14, á morgun, sunnudaginn 17. október, frá kl. 15 til 17. Þess verður minnst að 15 ár eru liðin frá því að Búsetafélög voru stofnuð á Akureyri og Reykjavík og einnig eru 10 ár liðin frá því fyrstu samningarnir um íbúðir fyrir Búseta á Akureyri voru undirritaðir.

Búseti á Akureyri á nú og rekur 42 íbúðir og verður flutt inn í tvær nýjar til viðbótar fyrir áramót. Þá hefur byggingafélagið Hyrna tekið að sér að byggja 15 til 17 nýjar íbúðir á Eyrarlandsholti og verða þær tilbúnar á næstu tveimur árum. Jafnframt byggir Hyrna 13 til 17 íbúðir fyrir Búmenn, húsnæðissamvinnufélag eldri borgara. Búseturéttaríbúðum fjölgar því á Akureyri á næstu tveimur árum yfir 70%.