UPPTÖKUM á nýjum geisladiski þar sem Halldór Haraldsson leikur á píanó Sónötur eftir Schubert og Brahms er nýlokið. Hljóðritun fór fram í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á nýjan Steinway-flygil og sá tæknideild Ríkisútvarpsins um hljóðritun. Tónmeistari var Bjarni Rúnar Bjarnason. Halldór lék Sónötu Schuberts í B-dúr D.960 og Sónötur í f-moll op.

Halldór Haraldsson leikur Schubert og Brams

UPPTÖKUM á nýjum geisladiski þar sem Halldór Haraldsson leikur á píanó Sónötur eftir Schubert og Brahms er nýlokið. Hljóðritun fór fram í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á nýjan Steinway-flygil og sá tæknideild Ríkisútvarpsins um hljóðritun. Tónmeistari var Bjarni Rúnar Bjarnason.

Halldór lék Sónötu Schuberts í B-dúr D.960 og Sónötur í f-moll op. 5 eftir Brahms á tónleikum víða um land fyrir tveimur árum.

Útgáfunni fylgir bæklingur með textum á fjórum tungumálum og ritar Halldór Haraldsson sjálfur um verkin.

Hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar styrkir útgáfuna en útgefandi er Polarfonia Classics.

Halldór Haraldsson