NÁÐST hefa sættir á milli Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og knattspyrnusambands Asíu vegna heimsmeistarakeppninnar, sem fer fram í Japan og Suður-Kóreu 2002. FIFA hafði tilkynnt að tvær aðrar þjóðir frá Asíu fyrir utan lið gestgjafanna yrðu með í keppninni. Þetta vildu Asíumenn ekki fallast á og hótuðu að ekkert lið frá Asíu tæki þátt í undankeppni HM.
Asíumenn sáttir
NÁÐST hefa sættir á milli Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og knattspyrnusambands Asíu vegna heimsmeistarakeppninnar, sem fer fram í Japan og
Suður-Kóreu 2002. FIFA hafði tilkynnt að tvær aðrar þjóðir frá Asíu fyrir utan lið gestgjafanna yrðu með í keppninni. Þetta vildu Asíumenn ekki fallast á og hótuðu að ekkert lið frá Asíu tæki þátt í undankeppni HM. Nú hefur verið ákveðið að þriðja Asíuþjóðin í undankeppni eigi möguleika á að komast í lokakeppnina. Sú þjóð verður að leika aukaleiki við eina Evrópuþjóð um sæti í lokakeppninni. Asíumenn eiga því möguleika á að vera með fimm landslið í HM þrjú lið fyrir utan landsliða Japans og Suður-Kóreu.