SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og ferlinefnd félagsmálaráðuneytisins efna til ráðstefnu um aðgengi fyrir alla á Hótel Loftleiðum mánudaginn 18. október og hefst hún kl. 9 árdegis. Markmið ráðstefnunnar er m.a. að kynna nýútkomna handbók sem ber titilinn "Aðgengi fyrir alla". Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út hér á landi.
Ráðstefna um aðgengi fyrir alla

SAMBAND íslenskra sveitarfélaga og ferlinefnd félagsmálaráðuneytisins efna til ráðstefnu um aðgengi fyrir alla á Hótel Loftleiðum mánudaginn 18. október og hefst hún kl. 9 árdegis.

Markmið ráðstefnunnar er m.a. að kynna nýútkomna handbók sem ber titilinn "Aðgengi fyrir alla". Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar sem gefin er út hér á landi. Í öðru lagi er tilgangur hennar að kynna þær breytingar sem gerðar hafa verið á aðgengi fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í fleiri sveitarfélögum og að ræða stöðu ferlimála og framtíðarsýn nú á Ári aldraðra, segir í fréttatilkyninngu.

Ráðstefnan er einkum ætluð sveitarstjórnamönnum, tæknimönnum sveitarfélaga, hönnuðum og öðrum þeim sem láta sig varða aðgengi.

Ráðstefnan er öllum opin. Þátttökugjald er 3.000 kr.