MAGNÚS Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf. Núverandi forstjóri, Óskar H. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfinu um árabil, lætur af daglegri stjórn fyrirtækisins hinn 4. mars árið 2000 þegar Magnús tekur við starfi forstjóra á aðalfundi félagsins. Óskar mun sinna ýmsum sérverkefnum fyrir Osta- og smjörsöluna út árið 2000. Magnús Ólafsson fæddist 6. mars 1944.
Nýr forstjóri
Osta- og smjörsölunnarMAGNÚS Ólafsson hefur verið ráðinn forstjóri Osta- og smjörsölunnar sf. Núverandi forstjóri, Óskar H. Gunnarsson, sem gegnt hefur starfinu um árabil, lætur af daglegri stjórn fyrirtækisins hinn 4. mars árið 2000 þegar Magnús tekur við starfi forstjóra á aðalfundi félagsins. Óskar mun sinna ýmsum sérverkefnum fyrir Osta- og smjörsöluna út árið 2000.
Magnús Ólafsson fæddist 6. mars 1944. Hann er mjólkurfræðingur að mennt. Að loknu námi starfaði hann hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og síðan hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Eftir það starfaði hann sem verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík þar til hann tók við starfi framkvæmdastjóra Emmessíss árið 1980.
Magnús er kvæntur Eddu Árnadóttur og eiga þau tvö uppkomin börn.