Flækingar á ferð og flugi UM SÍÐUSTU mánaðamót fundu fuglaskoðarar sandþernu í Sandgerði. Þetta er í annað sinn sem þessi stóra kríutegund finnst hérlendis en sú fyrsta var í Eyjum 1987.
Flækingar á

ferð og flugi

UM SÍÐUSTU mánaðamót fundu fuglaskoðarar sandþernu í Sandgerði. Þetta er í annað sinn sem þessi stóra kríutegund finnst hérlendis en sú fyrsta var í Eyjum 1987.

Sandþernur eru mjög ólíklegir flækingsfuglar hér á landi enda eru þær mest umhverfis Miðjarðarhafið í Evrópu að undanskildum litlum stofni í Danmörku og Þýskalandi.

Síðan ráku menn augun í amerískan söngfugl á stærð við þúfutittling við Hvalsnes á Miðnesi. Sá fugl er af skríkjuætt og heitir krúnuskríkja. Hún þekkist m.a. á skærgulum gumpi. Þetta er algengasta flækingsskríkjan á Íslandi en þetta er tólfti fuglinn sem finnst hér.

Skríkjur vekja alltaf mikla hrifningu meðal evrópskra fuglaskoðara enda ótrúlegt að svona smáfuglar lifi af flugið yfir Atlantshaf. Í Evrópu hafa fundist 24 skríkjutegundir, flestar á Íslandi og Bretlandseyjum.

Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Krúnuskríkja við Hvalsnes á Miðnesi.