FELLIBYLURINN Irene olli miklu úrfelli víðast hvar á Flórída í gær en búist var við, að hann kæmi inn yfir landið í nótt. Fór hann yfir Kúbu í fyrrakvöld og olli þá dauða fjögurra manna. Vegir voru víða undir vatni syðst á Flórída og á eyjakeðjunni suður af skaganaum og var fólki á þeim slóðum skipað að yfirgefa heimili sín.
Búist við Irene yfir Flórída í nótt

Key West. Reuters.

FELLIBYLURINN Irene olli miklu úrfelli víðast hvar á Flórída í gær en búist var við, að hann kæmi inn yfir landið í nótt. Fór hann yfir Kúbu í fyrrakvöld og olli þá dauða fjögurra manna.

Vegir voru víða undir vatni syðst á Flórída og á eyjakeðjunni suður af skaganaum og var fólki á þeim slóðum skipað að yfirgefa heimili sín. Var mikið brim við ströndina og varnargarðar sums staðar að gefa sig. Ekki var þó mikið um annað tjón enda er vindstyrkurinn í bylnum ekki mjög mikill eða um 120 km á klukkustund.

19 hús hrundu í Havana

Hættuástandi var aflýst á Kúbu í gærmorgun en yfirvöld telja, að fjórir menn hafi látist af völdum veðursins. Urðu tveir fyrir raflosti en aðrir tveir drukknuðu. Fór bylurinn yfir Havana, höfuðborgina, og olli þar miklu öngþveiti. Felldi hann hundruð trjáa og ljósastaura og olli flóðum í þeim borgarhlutum sem lægst liggja.

AP