ENSKA úrvalsdeildarfélagið Leeds Utd. hefur óskað eftir að fá Viktor Arnarson, leikmann 16 ára landsliðs karla í knattspyrnu og með yngri flokkum hjá Víkingi, til æfinga og keppni. Er búist við að Viktor haldi til Leeds á næstu dögum. Hann hefur fengið urmul af boðum frá erlendum félögum, sem vilja fá hann til æfinga í sumar.
Viktor Arnarson til Leeds ENSKA úrvalsdeildarfélagið Leeds Utd. hefur óskað eftir að fá Viktor Arnarson, leikmann 16 ára landsliðs karla í knattspyrnu og með yngri flokkum hjá Víkingi, til æfinga og keppni. Er búist við að Viktor haldi til Leeds á næstu dögum. Hann hefur fengið urmul af boðum frá erlendum félögum, sem vilja fá hann til æfinga í sumar. Hann fór meðal annars tvívegis til úrvalsdeildarliðsins Liverpool þar sem hann lék með varaliði félagsins. Greint var frá því á spjallsíðu Liverpool að félagið hefði áhuga á að kaupa piltinn, sem er 16 ára, fyrir tæpar 9 milljónir ísl. króna. Samkvæmt upplýsingum hjá Víkingi hefur ekkert kauptilboð borist. Þá hafa fleiri félög á Norðurlöndum og annars staðar í Evrópu sýnt Viktori áhuga.