GENERAL Motors Corp. hefur skýrt frá 877 milljóna dollara rekstrartekjum miðað við 309 milljóna dollara tap í fyrra þegar fyrirtækið varð fyrir barðinu á verkföllum. Hagnaður á hlutabréf nam 1,33 dollurum, sem er met og 9 sentum meiri en sérfræðingar höfðu spáð. Á sama tíma í fyrra varð 52 senta tap á hlutabréf.


GM skilar stórhagnaði eftir mikið tap í fyrra



Detroit. Reuters.

GENERAL Motors Corp. hefur skýrt frá 877 milljóna dollara rekstrartekjum miðað við 309 milljóna dollara tap í fyrra þegar fyrirtækið varð fyrir barðinu á verkföllum.

Hagnaður á hlutabréf nam 1,33 dollurum, sem er met og 9 sentum meiri en sérfræðingar höfðu spáð. Á sama tíma í fyrra varð 52 senta tap á hlutabréf.

Söluhagnaður nam 42,8 milljörðum dollara, sem er met, miðað við 33,5 milljarða í fyrra. Bezt var útkoman í Norður-Ameríku, þar sem útlit er fyrir metár. Norður-Ameríkudeildin skilaði 671 milljónar dollara hagnaði miðað við 595 milljóna dollara tapi fyrir ári.

Sala fóllks- og flutningabíla í heiminum jókst um 12,5% í 2,05 milljónir bíla. Sala heildsöludeildar GM North America jókst um tæp 25% í 1,34 milljónir bíla. Sala flutniningabíla, sem skila GM mestum hagnaði, jókst um 68% í 618.000 bíla

"Þrátt fyrir harða samkeppni hefur fjárhagsafkoman á þriðja ársfjórðungi ekki verið betri á þessum áratug," sagði aðalrekstrarstjóri GM, G. Richard Wagoner, í tilkynningu.