FIMLEIKAR / HM
Rússar sigursælir í Kína
RÚSSAR voru sigursælir í gær á
heimsmeistaramótinu í fimleikum sem nú stendur yfir í Tianjin í Kína. Keppt var á einstökum áhöldum og unnu Rússar fern gullverðlaun af fimm sem í boði voru.
Alexei Nemov varð heimsmeistari karla í æfingum á bogahesti og gólfæfingum, Svetlana Khorkina sigraði á tvíslá og Elena Zamolodechikova í stökki.
Fimmtu gullverðlaun fóru síðan til Kínverjans Dong Zhen sem sigraði í hringjum við mikla gleði heimamanna. Mótinu lýkur í dag.
Fjórir íslenskir fimleikamenn tóku þátt í mótinu Elva Rut Jónsdóttir, Jóhanna Sigmundsdóttir, Dýri Kristjánsson og Rúnar Alexandersson.
Reuters MARIA Olaru frá Rúmeníu varði heimsmeistari í fjölþraut kvenna á HM í Kína. Hér er hún í æfingum á jafnvægisslá.