Landssíminn kynnir hugbúnaðarlausnir fyrir símafyrirtæki á stærstu fjarskiptasýningu heims, Telecom '99, sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Hafa tvö hugbúnaðarkerfi, sem þróuð eru á tölvu- og hugbúnaðardeild símstöðvadeildar Landssímans, vakið talsverða athygli á sýningunni, en þar kynna yfir 1.000 fjarskiptafyrirtæki og framleiðendur fjarskiptabúnaðar starfsemi sína og vörur.
Landssíminn á
Telecom'99Landssíminn kynnir hugbúnaðarlausnir fyrir símafyrirtæki á stærstu fjarskiptasýningu heims, Telecom '99, sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Hafa tvö hugbúnaðarkerfi, sem þróuð eru á tölvu- og hugbúnaðardeild símstöðvadeildar Landssímans, vakið talsverða athygli á sýningunni, en þar kynna yfir 1.000 fjarskiptafyrirtæki og framleiðendur fjarskiptabúnaðar starfsemi sína og vörur.
Samkvæmt upplýsingum frá Landssímanum er um tvö miðlunarkerfi, sem miðla upplýsingum á milli sjálfvirkra símstöðva og viðskiptamanna- og reikningagerðarkerfa símafyrirtækja, að ræða. Annað kerfið flytur gjaldfærsluupplýsingar úr símstöðvum yfir í reikningagerðarkerfi, en hitt flytur skipanir úr viðskiptamannakerfi, t.d. um breytingar á sérþjónustu, yfir í símstöðvar. Kerfin hafa, ýmist annað eða bæði, þegar verið seld til EMT í Eistlandi, Føroya Tele í Færeyjum og Íslandssíma á Íslandi. Þá eru líkur á að fleiri samningar náist í kjölfar Telecom '99, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Hilmar Ragnarsson, forstöðumaður símstöðvadeildar Landssímans, sýnir sýningargestum hugbúnaðarlausnir fyrir símafyrirtæki á Telecom '99 í Genf.