ELVU Rut Jónsdóttur og Rúnari Alexanderssyni, fimleikafólki, hefur verið boðið á alþjóðlegt stigamót í Glasgow í Skotalandi í mars á næsta ári. Á mótinu keppa margir af fremstu fimleikamönnum heims, en það er boðsmót þar sem verulegur hluti kostnaðar keppenda við mótahaldið er greiddur af mótshöldurum.

Elva og Rúnar

til Glasgow

ELVU Rut Jónsdóttur og Rúnari Alexanderssyni, fimleikafólki, hefur verið boðið á alþjóðlegt stigamót í Glasgow í Skotalandi í mars á næsta ári. Á mótinu keppa margir af fremstu fimleikamönnum heims, en það er boðsmót þar sem verulegur hluti kostnaðar keppenda við mótahaldið er greiddur af mótshöldurum. Er boðið mikill heiður fyrir Elvu og Rúnar og undirstrikar athyglisverðan árangur þeirra á heimsmeistaramótinu í Kína á dögunum.