MAÐUR á fertugsaldri var fluttur á slysadeild með stunguáverka á hálsi og handlegg eftir átök við jafnaldra sinn og kunningja við Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík í gærmorgun. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg.

Varði

sig með

skærum

MAÐUR á fertugsaldri var fluttur á slysadeild með stunguáverka á hálsi og handlegg eftir átök við jafnaldra sinn og kunningja við Hagkaup í Skeifunni í Reykjavík í gærmorgun. Meiðsl hans reyndust ekki alvarleg.

Voru tildrög átakanna þau að maðurinn, sem slasaðist, kom að máli við hinn, sem er starfsmaður Hagkaupa og spratt upp ágreiningur þeirra í millum, sem endaði með því að aðkomumaðurinn réðst á starfsmanninn. Greip hann skæri sér til varnar með þeim afleiðingum að aðkomumaðurinn fékk grunn stungusár. Þeir voru báðir teknir til yfirheyrslu lögreglu og sleppt að þeim loknum.