Framleiðandi: Elizabeth W. Alexander og Stanley Tucci. Leikstjóri: Stanley Tucci. Handrit: Stanley Tucci. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Oliver Platt, Steve Buscemi, Alfred Molina, Lili Taylor og Campell Scott. (92 mín.) Skífan, september 1999. Ekki við hæfi ungra barna.
Upp komast svik ­ Svikahrapparnir (The Impostors) Gamanmynd Framleiðandi: Elizabeth W. Alexander og Stanley Tucci. Leikstjóri: Stanley Tucci. Handrit: Stanley Tucci. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Oliver Platt, Steve Buscemi, Alfred Molina, Lili Taylor og Campell Scott. (92 mín.) Skífan, september 1999. Ekki við hæfi ungra barna. Önnur kvikmynd Stanleys Tuccis sem leikstjóra (sú fyrri var "Big Night") er ein sú allra ánægjulegasta gamanmynd sem rekið hefur á fjörur kvikmyndaunnenda í háa herrans tíð. Þeir Arthur (Tucci) og Maurice (Oliver Platt) eru atvinnulausir leikarar á fjórða áratugnum sem sjá sér þann kost vænstan að flýja um borð í skemmtiferðarskip eftir að hafa komist í kast við lögregluna. Skipið leggur úr höfn meðan þeir eru enn um borð og félagarnir því á leið til Parísar. Ferðin reynist hin kostulegasta og fjöldi skemmtilegra aukapersóna kemur við sögu, þar er Steve Buscemi sem þunglyndur dægurlagasöngvari fremstur meðal jafningja. Svikahrapparnir sver sig í hefð við sígildar gamanmyndir á borð við þær sem Marx-bræður, Keaton og Chaplin gerðu en Tucci beitir líka fyrir sig einstaklega framúrstefnulegum stílbrögðum. Samblandan er ómótstæðileg og drepfyndin. Heiða Jóhannsdóttir