Á ÞVÍ er enginn vafi, að þegar SÍF og SH sameinast er verið að tala um hagræðingu, sem bragð er að. Þetta segir í Vísbendingu. Stórtíðindi "AÐRIR sálmar" Vísbendingar hljóðuðu svo nýlega: "Kaup Burðaráss á stórum hlut í HB hf. teljast hiklaust til stórtíðinda. Ekki bara ein og sér heldur í samhengi við aðrar fjárfestingar félagsins á þessu sviði að undanförnu.
Hagræðing
sem bragð er aðÁ ÞVÍ er enginn vafi, að þegar SÍF og SH sameinast er verið að tala um hagræðingu, sem bragð er að. Þetta segir í Vísbendingu.
Stórtíðindi
"AÐRIR sálmar" Vísbendingar hljóðuðu svo nýlega:
"Kaup Burðaráss á stórum hlut í HB hf. teljast hiklaust til stórtíðinda. Ekki bara ein og sér heldur í samhengi við aðrar fjárfestingar félagsins á þessu sviði að undanförnu. Félagið hefur styrkt stöðu sína í Síldarvinnslunni og Skagstrendingi og á ráðandi hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa. Menn munu spyrja hvort kaupin séu þáttur í valdabaráttu, til dæmis innan SH, nætursala HB á bréfum til Róberts Guðfinnssonar og félaga reið baggamun um formannskosningu síðastliðið vor. Þó að sú sala hafi e.t.v. verið í trássi við vilja meirihluta hluthafa í HB hafa síðan verið borin klæði á vopn. En þótt einmitt þessi kaup Róberts og félaga á SH bréfum hafi verið dæmi um valdabaráttu á þeim tíma, þá er jafnvíst að þeir voru vissir um að hlutabréfin myndu reynast arðbær fjárfesting. Það sama gildir um kaup Eimskips í sjávarútvegi. Með þeim er félagið að treysta stöðu sína til frambúðar á þessum vettvangi, burtséð frá öllum átökum. Langlíklegast er að á allra næstu árum verði enn meiri hagræðing í sjávarútvegi og útgerðarfélögum fækki. Hér er sett fram sú skoðun að innan fárra ára muni fimm til sjö fyrirtæki sjá um yfir 80% af fiskveiðum Íslendinga. Þau munu öll verða skráð á verðbréfamarkaði. Síðustu "sægreifarnir" munu flýta sér að losa um hluti í smærri fyrirtækjum til þess að komast hjá sérstakri skattlagningu kvótagróða sem háværar raddir eru uppi um. Það er hægt að setja fram nöfn en það væri villandi, því að með sameiningum verða til ný fyrirtæki, hvað svo sem þau heita. Það er þó eðlilegt að staldra við þau félög sem Eimskip á stóran hlut í.
Stormur
ÞEGAR storma hefur lægt innan SH mun fyrirtækið ganga til liðs vð SÍF. Menn segja að stefna fyrirtækjanna tveggja sé ólík í bili. Á því er þó enginn vafi að þegar SÍF og SH sameinast er verið að tala um hagærðingu sem bragð er að. Það mun hafa áhrif á þessa framtíð að fyrirtækin sem veiða fiskinn og vinna hann verða færri og sterkari. Eftir sameiningu ÍS og SÍF þarf ekki lengur að horfa til stöðu Samvinnuhreyfingarinnar heldur er hægt að taka vitrænar ákvarðanir."