BJÖRGUNARSVEITIR leituðu að tveimur rjúpnaskyttum í gærkvöldi og stóð enn yfir leit að annarri þeirra á miðnætti. Skyttan sem enn var saknað týndist á Víðidalsfjalli á mörkum Húnavatnssýslna. Maðurinn hafði haldið ásamt félögum sínum á veiðar í gærmorgun, á fyrsta degi rjúpnaveiðitímans, en skilaði sér ekki af fjalli fyrir myrkur.
Leitað að rjúpnaskyttum

BJÖRGUNARSVEITIR leituðu að tveimur rjúpnaskyttum í gærkvöldi og stóð enn yfir leit að annarri þeirra á miðnætti.

Skyttan sem enn var saknað týndist á Víðidalsfjalli á mörkum Húnavatnssýslna. Maðurinn hafði haldið ásamt félögum sínum á veiðar í gærmorgun, á fyrsta degi rjúpnaveiðitímans, en skilaði sér ekki af fjalli fyrir myrkur. Björgunarsveitir Austur- og Vestur-Húnavatnssýslu leituðu mannsins í gærkvöldi.

Hin skyttan týndist á Klettshálsi milli Kolla- og Kvígindisfjarðar. Björgunarsveitir leituðu hans einnig í gærkvöldi, en maðurinn skilaði sér til byggða laust fyrir miðnætti.