Snæfell vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni í úrvalsdeildinni er það lagði KFÍ, 68:66 á heimavelli í gær. Gestirnir frá Ísafirði byrjuðu mun betur en heimamenn, voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum, léku ágæta vörn og voru þolinmóðir í sókninni. Auk þess settu þeir niður í þriggja stiga körfur. Sóknarleikur Snæfells var lengi vel all stirður og einhæfur en batnaði þegar á leikinn leið.
Spenna í Hólminum Snæfell vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni í úrvalsdeildinni er það lagði KFÍ, 68:66 á heimavelli í gær. Gestirnir frá Ísafirði byrjuðu mun betur en heimamenn, voru mun ákveðnari í öllum aðgerðum, léku ágæta vörn og voru þolinmóðir í sókninni. Auk þess settu þeir niður í þriggja stiga körfur. Sóknarleikur Snæfells var lengi vel all stirður og einhæfur en batnaði þegar á leikinn leið. Um miðjan fyrri hálfleikinn náði Snæfell forystu í fyrsta sinn en eftir það var leikurinn nánast í járnum. Í hálfleik voru liðsmenn KFÍ einu stigi yfir, 37:36.

Síðari háflfleikinn hófu Snæfellingar af mun meiri krafti og virtust sumir leikmenn KFÍ ekki hafa úthald í leikinn. Um miðbik hálfleiksins gekk hvorki né rak, mikið var um mistök á báða bóga. Þá hafði Snæfell skipt yfir í svæðisvörn og tókst þannig að stöðva þriggja stiga skotin hjá KFÍ. Þegar tvær mínútur voru eftir hafði Snæfell sjö stiga forystu og virtist einnig vera unninn leik, en með mikilli baráttu Ísfirðinga í stífri pressu tókst þeim að minnka muninn í eitt stig þegar 25 sekúndur voru eftir. Snæfell missti boltann mjög fljótt og Clifton Buch, leikmaður KFÍ, hóf sókn en fékk dæmda á sig villu þegar átta sekúndur voru eftir og þar með var eftirelikurinn auðveldur heimamönnum.

Ríkharður Hrafnkelsson skrifar