SÆNSKA kvikmyndin "Dunderklumpen" eða Hörkuklumpurinn í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 17. október kl. 14. Myndin er ætluð börnum og fullorðnum. Þetta er leikin mynd með teiknuðu ívafi og mætast þar teiknaðar persónur og veruleikinn. Aðalpersónurnar eru Hörkuklumpurinn, strákurinn Jens, álfurinn Blómahárið, Jorm jötunn og fleiri spennandi persónur. Myndin er gerð 1974.
Barnamyndin Hörkuklumpurinn sýnd

SÆNSKA kvikmyndin "Dunderklumpen" eða Hörkuklumpurinn í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 17. október kl. 14. Myndin er ætluð börnum og fullorðnum.

Þetta er leikin mynd með teiknuðu ívafi og mætast þar teiknaðar persónur og veruleikinn. Aðalpersónurnar eru Hörkuklumpurinn, strákurinn Jens, álfurinn Blómahárið, Jorm jötunn og fleiri spennandi persónur. Myndin er gerð 1974.

Sýningartíminn er ein og hálf klukkustund. Sænskt tal er í myndinni. Aðgangur er ókeypis.