ASDA-stórverzlanakeðjan í Bretlandi hefur tilkynnt að hún muni ráða 10.000 lausamenn til starfa í jólavertíðinni í ár eftir stóraukna sölu vegna verðlækkana, sem hafa aukið markaðshlutdeild fyrirtækisins.
Asda ræður 10.000 til jólastarfaLondon. Reuters.

ASDA-stórverzlanakeðjan í Bretlandi hefur tilkynnt að hún muni ráða 10.000 lausamenn til starfa í jólavertíðinni í ár eftir stóraukna sölu vegna verðlækkana, sem hafa aukið markaðshlutdeild fyrirtækisins.

Talsmaður Asda sagði að tvöfalt fleiri aukastarfsmenn yrðu ráðnir til starfa en um jólin og áramótin í fyrra. Asda er þriðja stærsta verzlanakeðjan í Bretlandi og bandaríska stórfyrirtækið Wal-Mart Stores Inc. keypti hana í sumar. Um leið er boðuð 37 milljóna punda verðlækkun í svokallaðri "Rollback" verðlækkanaherferð, meðal annars á varningi eins og jólabúðingi, súkkulaði og viskí.

Asda segir að verðlækkanir keðjunnar hafi borgað sig í miklu verðstríði hennar og aðalkeppinautanna, Tesco og Sainsbury.

"Tölur um markaðshlutdeild síðastliðna 12 mánuði sýna rúmlega 11% meiri aukningu en hjá keppinautunum," sagði Asda í tilkynningu.