BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, lét byggja vegg úr súkkulaði í Berlín sem á að sjálfsögðu að tákna Berlínarmúrinn gamla sem heyrir nú sögunni til. Börn voru fengin til að skreyta vegginn með náttúrulegum litum og voru auðvitað himinlifandi, því fæst þeirra höfðu séð heilan vegg úr súkkulaði áður.
Súkkulaðimúrinn í
BerlínBARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, lét byggja vegg úr súkkulaði í Berlín sem á að sjálfsögðu að tákna Berlínarmúrinn gamla sem heyrir nú sögunni til. Börn voru fengin til að skreyta vegginn með náttúrulegum litum og voru auðvitað himinlifandi, því fæst þeirra höfðu séð heilan vegg úr súkkulaði áður. Brot úr veggnum verða seld á næstunni og rennur allur ágoði af sölunni til Barnahjálparinnar.
AP