HÁSKÓLI Íslands, Pharmaco hf. og Ísaga efh./AGA, hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækin fjármagni nýtt starf prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskólans næstu þrjú ár. Stefnt er að því að staðan tengist starfi forstöðulæknis á Landspítalanum og er markmiðið með starfinu að efla rannsóknir og kennslu í svæfinga- og gjörgæslulækningum.
Háskóli Íslands Staða prófessors fjármögnuð af fyrirtækjum

HÁSKÓLI Íslands, Pharmaco hf. og Ísaga efh./AGA, hafa skrifað undir samkomulag þess efnis að fyrirtækin fjármagni nýtt starf prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækningum við læknadeild Háskólans næstu þrjú ár.

Stefnt er að því að staðan tengist starfi forstöðulæknis á Landspítalanum og er markmiðið með starfinu að efla rannsóknir og kennslu í svæfinga- og gjörgæslulækningum. En að mati samningsaðila er slíkt mikilvægt fyrir frekari þróun á sviði svæfinga- og gjörgæslulækninga sem stefnt er að að verði í hæsta gæðaflokki.

Pharmaco og Ísaga munu fjármagna stöðu prófessorsins næstu þrjú árin, en að þeim tíma liðnum mun læknadeild taka á sig kostnað vegna starfsins.

Staða prófessors í svæfinga- og gjörgæslulækningum verður fljótlega auglýst laus til umsóknar.

Morgunblaðið/Árni Sæberg Sindri Sindrason, framkvæmdastjóri Pharmaco, Jóhann Ágúst Sigurðsson, forseti læknadeildar, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands og Sigurbjörg Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Ísaga, skrifa undir samkomulagið.