Í dag er laugardagur 16. október, 289. dagur ársins 1999. Gallusmessa. Orð dagsins: Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins. (Orðskv. 4, 17.) Skipin Reykjavíkurhöfn: Ásbjörn, Shotoku Maru 78, Mars HF, Torbenog Ostryna komu í gær.
Í dag er laugardagur 16. október, 289. dagur ársins 1999. Gallusmessa. Orð dagsins: Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lífsins.

(Orðskv. 4, 17.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Ásbjörn, Shotoku Maru 78, Mars HF, Torben og Ostryna komu í gær. Kyndill, Danski Pétur, Helgafell, Kristrún og Geysir fóru í gær. Torben fer í dag. Lydia Kosan kemur í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Ryuo Maru 28 kom í gær. Sjóli fór í gær. Goodeberg kemur í dag.

Ferjur

Herjólfur. Tímaáætlun Herjólfs: Mánudaga til laugardaga frá Vestmannaeyjum kl. 8.15, frá Þorlákshöfn frá kl. 12. Sunnudaga frá Vestmannaeyjum kl. 14, frá Þorlákshöfn kl. 18. Aukaferð á föstudögum kl. 15.30 frá Vestmannaeyjum, frá Þorlákshöfn kl. 19. Ferðir frá Umferðarmiðstöðinni: mánudaga til laugardaga kl. 11, sunnudögum kl. 16.30 og aukaferð á föstudögum kl. 17.30. Nánari upplýsingar: Vestmannaeyjar s. 481 2800, Þorlákshöfn s. 483 3413, Reykjavík s. 552 2300.

Viðeyjarferjan. Tímaáætlun Viðeyjarferju: Mánudaga til föstudaga: til Viðeyjar kl. 13 og kl. 14, frá Viðey kl. 15.30 og kl. 16.30. Laugardaga og sunnudaga: Fyrsta ferð til Viðeyjar kl. 13 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17, frá Viðey kl. 13.30 og síðan á klukkustundar fresti til kl. 17.30. Kvöldferðir fimmtud. til sunnud.: til Viðeyjar kl. 19, kl. 19.30 og kl. 20, frá Viðey kl. 22, kl. 23 og kl. 24. Uppl. og bókanir fyrir stærri hópa, s. 581 1010 og 892 0099.

Mannamót

Árskógar 4. Sýning á verkum Ásmundar Guðmundssonar fv. skipstjóra stendur yfir í sal Árskóga 4. Á sýningunni eru um 40 andlitsmyndir af þjóðkunnum Íslendingum málaðar á tré ásamt þjóðlífsmyndum og tréskurði. Sýningin er opin virka daga frá kl. 9­16.30 til 12. nóv.

Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Ganga frá Hraunseli kl. 10, rúta frá Miðbæ kl. 9.50.

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofa opin alla virka daga frá kl. 10­13. Matur í hádeginu. Þriðjudag, skák kl. 13. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 588 2111, milli kl. 9­17 virka daga.

Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Haustbasarinn er í dag og á morgun sunnudag kl. 13.30­17. Kaffi og meðlæti á boðstólum. Enska framhaldsflokkur á mánudag kl. 13.30, hægt er að bæta við þrem nemendum.

Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, þriðjudögum kl. 11 og fimmtudögum kl. 9.25, kennari Edda Baldursdóttir. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720.

Mosfellsbær félagsstarf aldraðra. Mánudaginn 18. október verður farin ferð til að skoða nýja mannvirkið við Bláa lónið, lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. og komið heim um kl. 16. Þátttakendur skrái sig hjá Svanhildi í síma 586 8014 og 525 6714.

Öldrunarstarf Hallgrímskirkju. Mánudaginn 18. okt. verður farið kl. 13 frá kórkjallara kirkjunnar í Suðurnesjaferð. Krísuvík og Heiðmörk kaffiveitingar í Bláa lóninu. Fararstjóri Guðmundur Guðbrandsson upplýsingar veitir Dagbjört í síma 510 1034 og 561 0408.

Breiðfirðingafélagið. Félagsvist verður spiluð sunnud. 17. okt. kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Fyrsti dagur í 4 daga keppni. Kaffiveitingar. Allir velkomnir.

Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu, minnir á gönguna frá Perlunni alla laugardaga kl. 11. Uppl. á skrifstofu LHS frá kl. 9­17 virka daga, 552 5744 eða 863 2069.

Húmanistahreyfingin. "Jákvæða stundin" er á mánudögum kl. 20.30 í hverfismiðstöð húmanista, Grettisgötu 46.

Kirkjustarf aldraðra , Digraneskirkju. Opið hús verður þriðjudaginn 20 október frá kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir kemur í heimsókn.

Kvenfélag Bústaðasóknar. Myndakvöld verður úr Þýskalandsferðinni sem farin var í september verður mánud. 18. október kl. 20. Mætum allar.

Kvenfélag Kópavogs Vinnukvöldin fyrir jólabasarinn verða á mánudögun kl. 19.30 að Hamraborg 10.

Minningarkort

Minningarkort barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils.