Gestir Sigmars B. Haukssonar í þættinum Eldhús sannleikans sem sýndur var í gær, föstudag, voru Ólafur Skúlason og Deborah Dagbjört Blyden vaxtaræktarkona. Lambahryggur eins og hann gerist bestur úr Eldhúsi sannleikans 1 stk. lambahryggur (Skerið kjötið frá hryggjarsúlunni og höggvið svo rifin frá. Fínhreinsið kjötið.) salt og pipar Kryddblanda: 2 msk.
Format fyrir uppskriftir Eldhús sannleikans

Gestir Sigmars B. Haukssonar í þættinum Eldhús sannleikans sem sýndur var í gær, föstudag, voru Ólafur Skúlason og Deborah Dagbjört Blyden vaxtaræktarkona.

Lambahryggur

eins og hann gerist bestur úr Eldhúsi sannleikans

1 stk. lambahryggur (Skerið kjötið frá hryggjarsúlunni og höggvið svo rifin frá. Fínhreinsið kjötið.)

salt og pipar

Kryddblanda:

2 msk. fínt söxuð steinselja

4 msk. fínt söxuð hvítlauksrif

1 tsk. mulin einiber

1 tsk. timian

4 msk. ókryddað brauðrasp

1. Kryddið kjötið með salti og pipar.

2. Blandið kryddblönduni vel saman og sáldrið yfir kjötið. Þrýstið kryddinu í kjötið.

3. Setjið kjötið inn í 200 gráða heitan ofn. Þegar kjötið er orðið fallega brúnt er hitinn lækkaður í 160 gráður. Setjið álpappír yfir kjötið og steikið það áfram í 15­20 mín. (Fer eftir þyngd hryggjarins.)

Bláberjasósa af heiðinni

150 g bláber

1 msk. púðursykur

2 msk. rauðvínsedik

6 dl lambasoð

Fínt saxaður börkur af hálfri appelsínu

kanelstöng

1 dl portvín

60 g smjör

salt og pipar

1. Setjið bláberin og sykurinn í pott. Léttsteikið bláberin við vægan hita þar til þau eru orðin að mauki.

2. Setjið vínedikið í pottinn. Þegar það hefur að mestu gufað upp, er portvín og lambasoð sett í pottinn.

3. Þegar suðan kemur upp í pottinum er appelsínubörkur og kanel settur ofan í og sósan látin sjóða við vægan hita í 25 mín.

4. Síið sósuna yfir í annan pott. Hrærið köldu smjöri saman við hana og kryddið með salti og pipar.

Fylltir sveppir

8 stórir sveppir (aðeins hattarnir)

4 msk. gráðostur

1 msk. smjör

2 msk. balsamik-edik

1. Stilkarnir teknir af sveppunum og þeir hreinsaðir.

2. Blandið saman í skál: Gráðosti, smjöri og balsamik-ediki.

3. Fyllið sveppahattana með gráðostablöndunni.

4. Sveppirnir eru bakaðir í 180 gráða heitum ofni í 15 mín.

Salat Debbýar

iceberg

lambhagasalat

mandarínur

vorlaukur eða púrrulaukur

möndluflögur

ólífuolía

rauðvínsedik

salt og pipar

timian

sykur

1. Brjótið salatið niður í hæfilega stóra bita.

2. Skrælið mandarínurnar og skerið himnur af þeim.

3. Ristið möndluflögur á pönnu.

4. Blandið saman rauðvínsediki og ólívuolíu. Kryddið með salti, pipar, timian og sykri, eftir smekk.

5. Blandið mandarínum saman við salatið. Sáldrið möndluflögum yfir og hellið sósunni á salatið.