Sigurður Karlsson
Núna er Siggi afi dáinn og kominn til guðs. Hann var úti á sjó með
pabba þegar hann dó. Ég á eftir að sakna hans mikið, því hann var alltaf góður við mig. Hann Siggi afi var ekki alvöru afi minn heldur maðurinn hennar Láru frænku. Ég byrjaði að kalla hann afa um leið og ég byrjaði að tala og ég held nú að honum afa hafi þótt mjög vænt um það. Stundum fékk ég að sofa hjá honum og frænku. Þá gat afi ekki sofið. Hann sagði að ég sparkaði í hausinn á honum alla nóttina. Ég veit að Sigga afa líður vel hjá guði og englunum.
Sigurlaug Herdís Friðriksdóttir.