Sigurbjörg Þorleifsdóttir
Elsku amma mín, ég kveð þig í
síðasta sinn í dag og þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum. Þú kenndir mér svo margt, bænirnar mínar og að spila. Margar stundirnar áttum við í stofunni, að spila kasínu og marías, ef afi nennti að vera með var tekinn manni. Mínar bestu æskuminningar eru úr litla húsinu í Bláskógum 1.
Guð geymi þig amma mín.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson) Sigurbjörg Lára Svavarsdóttir.