GUÐMUNDUR HÁKONARSON

Guðmundur Hákonarson fæddist á Húsavík 16. september 1930. Hann lést á Akureyri 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hákon Maríusson sjómaður og Ólöf Kristjánsdóttir húsmóðir. Gumundur missti móður sína á fyrsta ári og ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu, Kristjáni Jónssyni og Hólmfríði Friðfinnsdóttur í Kvíabekk, til 14 ára aldurs. Hann fluttist með föður sínum og móðursystur, Fjólu Kristjánsdóttur, sem annaðist heimili fyrir feðgana, að Ásgarðsvegi 1 (húsið Sel). Hálfbróðir Guðmundar, Sverrir Hákonarson, f. 1941, ólst þar upp frá sex ára aldri. Guðmundur varð gagnfræðingur frá Laugaskóla 1949. Hinn 15. maí 1955 kvæntist Guðmundur Stefaníu Halldórsdóttur frá Bala á Húsavík. Börn þeirra eru: 1) Hákon Óli, f. 8. júní 1961, kona hans er Guðlaug Baldvinsdóttir. Dætur þeirra eru: Björg og Stefanía. 2) Dóra Fjóla, f. 19. febr. 1966, gift Stefáni Geir Jónssyni. Börn þeirra eru Hanna Jóna og Guðmundur Árni. Guðmundur starfaði við sjávarútveg og byggingarvinnu framan af ævinni, síðan við síldarsöltun og verslun. Hann var starfsmaður hjá Mjólkursamlagi KÞ 1955­1961, framkvæmdastjóri við Höfðaver hf. síldarsöltun, frkvstj. Prjónastofunnar Prýði frá 1972­1997. Hann var varamaður í bæjarstjón Húsavíkur frá 1954­1958 og síðan aðalmaður til 1970. Hann sat í stjórn og var formaður Alþýðuflokksfélags Húsavíkur um árabil og einnig í mörg ár í flokksstjórn Alþýðuflokksins. Hann var formaður stjórnar Fiskiðjusamlags Húsavíkur í mörg ár og í stjórn Höfða hf. útgerðarfélags. Hann var framkvstj. Hlöðufells um skeið. Guðmundur var mjög virkur í Bridsfélagi Húsavíkur til fjölda ára. Hann var virkur í verkalýðsmálum um langan tíma og sat í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur. Útför Guðmundar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.